Við höfum tekið saman lista með hugmyndum að jólagjöfum fyrirtækja fyrir jólin 2020. Ef þú hefur spurningar eða vilt fá tilboð í jólagjafir til starfsmanna þá er best að senda okkur tölvupóst á dimm@dimm.is.
Helgartöskur
Weekend töskurnar frá Carlobolaget hafa slegið í gegn á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Töskurnar eru fáanlegar í sjö mismunandi litum og koma í snyrtilegum gjafakassa. Þær henta vel í ræktina, helgarferðir eða útilegur. Einnig er hægt að panta snyrtitöskur í stíl. Skoða »
Leðursvunta fyrir kokkinn
Svunturnar frá Carlobolaget eru úr mjúku og þægilegu leðri sem hentar vel fyrir kokkinn í eldhúsinu eða við grillið. Þær koma upprúllaðar í hentugri gjafapakkningu. Svunturnar fást í svörtu eða brúnu leðri. Skoða »
L:A Bruket
Vörurnar frá L:A Bruket eru í hæsta gæðaflokki. Ilmkertin og -stráin eru sérstaklega vinsæl en við bjóðum einnig upp á gjafaöskjur með sápu og handáburði eða sápu og bodylotion. Skoða »
Lie Gourmet
Dýrindis sælkeravörur frá Danmörku. Vörulínan inniheldur meðal annars ólívuolíur, sultur, balsamikedik og salt með mismunandi bragðtegundum. Lie Gourmet framleiðir einungis vörur í hæsta gæðaflokki. Hægt er að skoða allt úrvalið hér og velja mismunandi vörur í fallegan gjafapoka. Skoða »
Raw matarstell
Leirtauið frá RAW er pottþétt gjöf. Stellið er hannað og framleitt í gamalli verksmiðju í Søholm í Danmörku. Eldföst mót, bollasett og hnífapör eru fáanleg í gjafaöskjum. Leirtauið þolir ofn, uppþvottavél og örbylgjuofn. Skoða »
Rúmföt
Það er eitthvað svo einstaklega jólalegt við ný rúmföt. Rúmfötin okkar eru úr gæða efnum en hjá okkur fást sængurföt bæði úr 100% lífrænni bómull og hör í mjög fallegum litum. Skoða »
Teppi
Við erum með úrval af gæða ullar- og bómullarteppum frá sænska hönnuðinum Lina Johansson. Það er fátt betra en að skríða undir kósí teppi á köldum vetrarkvöldum. Teppin okkar eru einstaklega falleg og vönduð. Skoða »
Tyrknesk handklæði
Peshtemal eru tyrknesk handklæði sem voru upphaflega notuð í baðhúsum. Þau eru handofin í Tyrklandi úr hágæða bómull eftir hefðbundnum vefnaðar aðferðum og eru með handhnýttu kögri.
Peshtemal handklæðið er tilvalinn ferðafélagi í líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða sem teppi í lautarferð. Þau eru einnig mjög hentug til notkunar á heimilinu í stað venjulegra handklæða og ekki skemmir fyrir að þau eru einstaklega falleg. Skoða »
Gjafabréf
Stundum er erfitt að velja hina fullkomnu gjöf og þá er gjafabréf frá Dimm tilvalið! Gjafabréfið hefur kóða sem hægt er að nota bæði í verslun og í vefverslun okkar. Gjafabréfið er á fallega hönnuðu spjaldi sem hægt er að brjóta saman í umslag. Gjafabréfin hafa engan gildistíma. Skoða »