
URÐ
URÐ ilmkerti · Bjarmi
Almennt verð
5.990 kr.
Fallegu íslensku ilmkertin frá URÐ eru hönnuð með árstíðirnar fjórar í huga. Hver árstíð ber með sér einkennandi ilm og nafn sem er lýsandi.
Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum.
Svart te / Bergamót / Mandarína
Rósir / Negull / Patsjúlí
Sedrusviður / Sandelviður / Labdanum
Brennslutími 40 klukkustundir.
Innihald: Blanda af soja- og býflugnavaxi. Þráðurinn er úr 100% bómull.
Mælt er með að hafa kveikinn ekki lengri en 0,5 cm til að koma í veg fyrir að kertið sóti. Með því að brenna kertið ekki lengur en í tvo tíma í senn helst ilmur þess lengur.