URÐ
URÐ ilmkerti · Dimma
URÐ ilmkerti · Dimma
Fallegu íslensku ilmkertin frá URÐ eru hönnuð með árstíðirnar fjórar í huga. Hver árstíð ber með sér einkennandi ilm og nafn sem er lýsandi.
Dimma táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó.
Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.
Brennslutími 40 klukkustundir.
Innihald: Blanda af soja- og býflugnavaxi. Þráðurinn er úr 100% bómull.
Mælt er með að hafa kveikinn ekki lengri en 0,5 cm til að koma í veg fyrir að kertið sóti. Með því að brenna kertið ekki lengur en í tvo tíma í senn helst ilmur þess lengur.
Heimsending
Heimsending
Fáðu sent með Dropp eða Póstinum. Frí heimsending ef pantað er fyrir 15.000 kr eða meira!
Skilaréttur
Skilaréttur
Skilafrestur er 14 dagar. Vörunni fæst einungis skilað gegn framvísun kvittunar eða pöntunarnúmers.
Nánari upplýsingar um vöruskil má finna í skilmálum.
