DIMM: Made by mama tunna fyrir ólífuolíu · 2L
Made by mama

Made by mama tunna fyrir ólífuolíu · 2L

Almennt verð 13.990 kr. Aðeins örfá eintök eftir
eða búa til gjafalista

Öllum sem er alvara með ólífuolíuna sína eiga sína eigin ólífuolíutunnu. Það er án nokkurs vafa besta leiðin til að geyma olíuna. Í olíutunnu er olían í myrkri og súrefni nær ekki til hennar eins og í flösku sem þarf stöðugt að vera að opna. Þar að auki er hún hagnýt og falleg og einstaklega ítölsk. Tunnan rúmar 2 lítra af olíu.

Við eigum enga rómantíska litla sögu af tunnunni, hún er bara frábær vara. Sagan er helst að það þarf reynslu, gæði og magn til að framleiða bestu vörurnar. Ílátin okkar eru úr 18/10 ryðfríu stáli og eru að okkar mati þau allra bestu á markaðnum.

 


Deildu þessari vöru